COVID-19 - Haltu sambandi

COVID-19

Heimurinn hefur tekið hröðum breytingum upp á síðkastið. Það er erfitt að halda fjarlægð, einangra sig, vera í sóttkví og sæta heimsóknarbanni. Hvernig líður fólkinu mínu? Get ég á einhvern hátt hjálpað? Þekki ég einhvern sem er óöruggur eða hræddur. Þetta eru spurningar sem brenna á okkur.

Með því að nota MEMAXI getur einangraður einstaklingur haldið sambandi við fjölskyldu, vini og ættingja. Auðvelt myndsamtöl segja svo miklu meira en orð töluð í síma og það er léttir að sjá ásýnd fólks og skynja betur hvernig því líður.

Við bjóðum þjónustuveitendum að kynna sér Memaxi PRO Link sem veitir þeim aðgang að þjónustuveri fyrir myndsamtöl og halda þannig sambandi við einstaklinga í þeirra umsjá.