Memaxi HOME

MEMAXI

Memaxi er fyrir þann sem nýtur aðstoðar í daglegu lífi og fjölskyldu hans og vini.

Sendið myndir, látið vita af matarboðinu á laugardag og skiptið með ykkur verkum. Njótið þess að tala saman með myndsamtölum.

 • Vellíðan og öryggi þess sem nýtur aðstoðar
 • Allar upplýsingar á einum stað
 • Einfalt og fallegt viðmót
 • Myndsamtöl
 • Verkaskipting
MEMAXI

Hvernig byrja ég?

Það sem þú þarft

Netaðgangur

Spjaldtölva fyrir þann sem nýtur aðstoðar (Android eða iPad)

Snjallsímar fyrir fjölskyldu og vini

Netaðgangur

Spjaldtölva fyrir þann sem nýtur aðstoðar (Android eða iPad)

Snjallsímar fyrir fjölskyldu og vini

Fyrstu skrefin

1

Búðu til aðgang fyrir fyrsta notandann

Notaðu Memaxi Connect appið sem er fáanlegt í Google Play Store og Apple App Store eða notaðu Memaxi Web (https://go.memaxi.com/signup)

2

Búðu til Memaxi prófíl fyrir þann sem fær aðstoðina

Prófíll er gagnasafn þar sem allar upplýsingar viðkomandi eru geymdar, s.s. dagskráratriði, minnismiðar, myndir og margt fleira.

3

Settu Memaxi Display appið upp á spjaldtölvu

Náðu í appið í Google Play Store fyrir spjaldtölvur með Android stýrikerfinu eða Apple App Store fyrir iPad spjaldtölvur.

4

Virkjaðu prófílinn í Memaxi Display með því að slá inn sérstakan skjákóða

Opnaðu prófílinn í Memaxi Connect eða Memaxi Web og óskaðu eftir skjákóða. Settu svo þennan skjákóða inn í Memaxi Display appið til að virkja prófílinn.

5

Bættu fleiri notandum við

Þú getur bætt eins mörgum notandum við og þú vilt. Opnaðu prófílinn og farðu í listann yfir notendur og sláðu inn netfang nýrra notanda eða kennitölu þeirra (fyrir innskráningu í gegnum island.is innskráningarþjónustuna. Nýir notendur fá tölvupóst frá no-reply@memaxi.com, smella á hlekk í póstinum og velja eigið lykilorð. Þegar það er búið þá sjá þeir prófílinn.

Dagleg notkun

Bæta inn á dagskrána, setja inn afmælisdaga, myndir og fleira

Vera í samband við auðveldum myndsamtölum

Skipta með sér verkum

Bæta inn á dagskrána, setja inn afmælisdaga, myndir og fleira

Vera í samband við auðveldum myndsamtölum

Skipta með sér verkum

Amma Gréta vill sjá allt á einum stað og halda sambandi við fjölskyldu og vini. Hún vill hafa Memaxi Display í stofunni hjá sér. Jón, sem er barnabarn Grétu, byrjar á því að stofna notendaaðgang fyrir sig í kerfinu í gegnum Memaxi Connect appið og svo býr hann til prófíl fyrir ömmu Grétu.

Jón býður öðrum í fjölskyldunni að taka þátt og allir þeir stofna eigin notendaaðgang.

Jón fer út í búð og kaupir spjaldtölvu, hleður niður Memaxi Display appinu, skráir sig inn og virkjar prófílinn hennar ömmu Grétu í appinu. Svo mætir hann með spjaldtölvuna og saman finna þau góðan stað fyrir hana í stofunni. Núna fylgist Gréta vel með, veit af öllum afmælisdögum, man hvenær hún á að fara til tannlæknis og hefur mest gaman af því að skoða myndirnar sem barnabörnin senda henni. Nokkrum sinnum í viku er hún í sambandi við fjölskylduna með myndsamtölum.

Áskriftarleiðir

Memaxi HOME er í mánaðaráskrift og er greitt fyrir prófíl þess sem nýtur aðstoðar.

Memaxi PRO

MEMAXI

Memaxi PRO er stjórnstöð fyrir þjónustuveitendur í velferðarþjónustu

Notendur okkar eru þjónustuveitendur í velferðarþjónustu, bæði félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu. Við þjónum hjúkrunarheimilum, dagþjálfunum fatlaðra og aldraðra, íbúðakjörnum, heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu og vernduðum vinnustöðum.

Við hjálpum þér að sníða MEMAXI eftir starfsemi þinni og bjóðum Memaxi PRO Central til að skipuleggja allt innra starf starfstöðva og Memaxi PRO Link fyrir samskipti við aðra þjónustuveitendur, tengingu við hugbúnaðarkerfi og þjónustuver fyrir myndsamtöl.

Færðu starfsstöð þína inn í 21. öldina, hættu skráningu á pappír og auktu öryggi og gæði í starfseminni. Gakktu til liðs við okkur og sjáðu hvað MEMAXI hefur upp á að bjóða.

MEMAXI

Memaxi Web appið auðveldar forstöðumönnum og umsjónarmönnum að skipuleggja og fylgjast með allri þjónustu sem veitt er. Memaxi Connect appið auðveldar starfsfólki að ganga í næstu verk, skrá framvindu og fletta upp nauðsynlegum upplýsingum. Leyfðu þjónustuþegum þínum að fylgjast með því sem þú hefur skipulagt fyrir þá og vertu í samband við þá með myndsamtölum með því að láta þá nota Memaxi Display appið.

Kostir

Fyrir þjónustuveitendur

 • Myndsamtöl
 • Þjónustuver fyrir myndsamtöl
 • Yfirsýn og umsjá með þjónustuáætlunum
 • Einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir
 • Aukin og auðveldari samskipti
 • Upplýsingamiðlun til annarra þjónustuveitenda og samtenging við önnur hugbúnaðarkerfi
 • Rafræn skráning – pappírinn í burtu

Fyrir starfsfólk

 • Einfalt app í síma
 • Vinnulistar og úthlutun verka
 • Leiðbeiningar aðgengilegar þegar þjónustan er veitt
 • Auðveld skráning upplýsinga

Áskriftarleiðir

Memaxi PRO er í mánaðaráskrift. Hafðu samband við okkur og í sameiningu finnum við bestu áskriftarleiðina.

Persónuvernd og GDPR

Samkvæmt persónuverndarlögum er þjónustuveitandi ábyrgðaraðili gagna og Memaxi er vinnsluaðili og við tökum hlutverki okkar alvarlega. Við getum aðstoðað þig við gerð lögbundins vinnslusamnings og skrá yfir vinnslur persónuupplýsinga.

MEMAXI áskriftarleiðir

Memaxi HOME     Memaxi PRO
FREE STANDARD PREMIUM CENTRAL LINK CENTRAL + LINK
Dagskrá
Minnismiðar -
Myndir 10 50 ótakmarkað -
Myndsamtöl 5 / mo. 20 / mo. ótakmarkað -
Gestabók - -
Fræðsluspjöld - - -
Samskiptabók - -
ADL - - - -
Lífssaga - - - -
Stjórnborð - - -
Skýrslur - - - -
Þjónustuver myndsamtala - - - -
Samvinna - - - -
Önnur kerfi - - - -
Stillingar takmarkað
Notendur hámark 3 ótakmarkað ótakmarkað ótakmarkað ótakmarkað ótakmarkað
á mán Ókeypis 19.99 € 29.99 €
Búðu til notendaaðgang og búðu svo til prófíl fyrir þann sem nýtur aðstoðar. Segðu okkur hvað þig langar til að leysa og við hjálpum þér af stað.
Memaxi HOME
FREE STANDARD PREMIUM
Dagskrá
Minnismiðar
Myndir 10 50 ótakmarkað
Myndsamtöl 5 / mo. 20 / mo. ótakmarkað
Gestabók -
Fræðsluspjöld - -
Samskiptabók - -
ADL - - -
Lífssaga - - -
Stjórnborð - - -
Skýrslur - - -
Þjónustuver myndsamtala - - -
Samvinna - - -
Önnur kerfi - - -
Stillingar takmarkað
Notendur hámark 3 ótakmarkað ótakmarkað
á mán Ókeypis 19.99 € 29.99 €
Búðu til notendaaðgang og búðu svo til prófíl fyrir þann sem nýtur aðstoðar.
Memaxi PRO
CENTRAL LINK CENTRAL + LINK
Dagskrá
Minnismiðar -
Myndir -
Myndsamtöl -
Gestabók -
Fræðsluspjöld -
Samskiptabók
ADL -
Lífssaga -
Stjórnborð
Skýrslur -
Þjónustuver myndsamtala -
Samvinna -
Önnur kerfi -
Stillingar
Notendur ótakmarkað ótakmarkað ótakmarkað
á mán
Segðu okkur hvað þig langar til að leysa og við hjálpum þér af stað.