Fréttasafn

Innleiðing á Memaxi í Dimmuhvarfi
Birt dags 1.2.2022

Nýverið var innleiðing Memaxi í þjónustukjarnanum Dimmuhvarfi, heimili fyrir 6 fatlaða íbúa, rædd í velferðarráði Kópavogs. 

Við stiklum hér á stóru varðandi það hvað kemur fram í greinagerð sem lögð var fram:

  • Í mars [2021] var búið að ganga þannig frá að allir starfsmenn gátu farið að nota kerfið.
  • Til að byrja með var haldið áfram að skrá upplýsingar á pappírsformi á meðan starfsmenn voru að kynna sér og venjast nýju kerfi.
  • Í júní [2021] fóru allar skráningar orðið fram í gegn um Memaxi. Starfsfólkið er sammála um að með þessu kerfi komist skilaboð betur á milli starfsmanna, dagkrár eru skiljanlegri og ramminn í kringum hvern og einn íbúa skýrari sem og hlutverk starfsmanna sjálfra. Þá fara allar breytingar sem verða á dagskrá íbúa beint til starfsmanna í gegn um ipadinn t.d. læknatímar og heimsóknir aðstandenda, sem dregur úr líkum á misskilningi og misstökum.
  • Notkun á Memaxi hefur einnig dregið úr beinum kostnaði vegna breytinga á vaktafyrirkomulagi en með því er hægt að minnka skörun á milli vakta og þá hefur allur pappírs- og prentkostnaður minnkað til muna.
  • Fyrir forstöðumann, deildarstjóra og teymisstjóra auðveldar þessi tækni jafnframt vinnu við að uppfæra dagskrár því í stað þess að prenta út breytingar og setja á réttan stað þá fara allar upplýsingar beint í Ipad viðkomandi starfsmanna sem er á vakt.
  • Forstöðumanni reiknast til að með upptöku á Memaxi verði til sparnaður vegna skörunar á vöktum sem nemur rúmum 2. millj. á ár

 

https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/fundargerdir/velferdarrad/3235