Fréttasafn

Samstarf HSN og Akureyrarbæjar
Birt dags 17.8.2020

Akureyrarbær og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa efnt til samstarfs um aukna samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar með hjálp Memaxi samskipta- og skipulagslausnarinnar.

Í stefnu bæjarins er lögð rík áhersla á nýsköpun og tæknilegar lausnir við þróun velferðarþjónustu. Markmiðið er að auka lífsgæði notenda, bæta vinnuumhverfi og nýta betur auðlindir til að mæta mannfjöldaþróuninni. Öldrunarheimili Akureyrar hafa verið í fararbroddi í þessari þróun og notað Memaxi, ásamt fleiri tæknilegum lausnum, um nokkurt skeið sem á nú að innleiða af sama krafti í heimaþjónustunni.

https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarf-um-velferdartaekni-i-heimathjonustu